-7.1 C
Selfoss
Home Fréttir Aron Óli og Hörður dúxar FSu á vorönn

Aron Óli og Hörður dúxar FSu á vorönn

0
Aron Óli og Hörður dúxar FSu á vorönn
Aron Óli Lúðvíksson og Hörður Kristleifsson dúxar FSu. Mynd: FSu.

Aron Óli Lúðvíksson og Hörður Kristleifsson urðu dúxar Fjölbrautaskóla Suðurlands á vorönn 2017. Alls brautskráðust 115 nemendur frá FSu föstudaginn 26. maí sl. Þar af voru 81 nemendur sem luku stúdentsprófi.

Aron Óli Lúðvíksson og Hörður Kristleifsson hlutu viðurkenningar frá Hollvarðasamtökum FSu. Aron Óli hlaut að auki viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í ensku og stærðfræði. Guðrún Óskarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góða ástundun og árangur í stærðfræði. Guðrún hlaut einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum. Gezley Ann Ilustre hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í tungumálum (spænsku, frönsku, dönsku, ensku og íslensku). Sigurbjörg Eva Helgadóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í sögu. Sigurjón Bergur Eiríksson hlaut viðurkenningar fyrir miklar framfarir í sögu og frábærarn árangur og þrautseigju á Starfsbraut. Sigurjón Bergur fékk einnig viðurkenningu fyrir mikinn áhuga, vinnusemi og jákvæðni sem skilaði sér með góðum árangri og mikilli framför í myndlist. Katla Björg Ómarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur og vinnusemi í íþróttum og íþróttafræði. Írena Birta Gísladóttir hlaut viðurkenningu fyrir fyrirmyndar þátttöku í handverki og hönnun. Aðalsteinn Sakarías Jóhannsson hlaut viðurkenningu fyrir hugmyndaauðgi, skopskyn og vinnusemi í myndlist. Bjarni Friðrik Ófeigsson hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í rafmagnsgreinum. Kristbjörg Harpa Thomsen hlaut viðurkenningu fyrir ágæta frammistöðu og áhuga í matvælagreinum. Auður Erla Gunnlaugsdóttir og Móeiður Sigrún Guðlaugsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir frábæran árangur og góða ástundun í hárgreiðlsu á Starfsbraut. Þorkell Ingi Sigurðsson, Sesselja Dan Róbertsdóttir og Sveinn Ægir Birgisson hlutu viðurkenningar fyrir vel unnin störf að félagsmálum.

Einnig voru þau Jóna Ingvarsdóttir og Hannes Stefánsson, kennarar við skólann heiðraðir og þeim færður þakklætisvottur frá skólanum.