9.5 C
Selfoss

Eyravegur opnaður viku fyrr

Vinsælast

Gatnamót Eyravegar og Kirkjuvegar á Selfossi voru opnuð fyrir umferð sl. laugardag viku fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Framkvæmdir við endurnýjun lagna hafa staðið yfir frá 24. apríl og var get ráð fyrir að þær stæðu í allt að sex vikur. Búast má við að aftur verði lokað í 1–2 daga meðan gatnamótin verða malbikuð. Áfram verður unnið við gatnagerðarframkvæmdir við Kirkjuveg fram eftir sumri.

Þá var í dag byrjað að fræsa malbik á Tryggvagötu frá hringtorginu við FSu niður að hringtorginu við Norðurhóla. Umferð hefur verið takmörkuð í aðra áttina meðan á því stendur. Reiknað er með að malbikað verði í næsta mánuði.

Nýjar fréttir