1.1 C
Selfoss

Fjögur HSK-met sett á fallegum blíðviðrisdegi

Vinsælast

Vormót HSK fór fram á Selfossvelli laugardaginn 20. maí síðastliðinn. Annað eins blíðviðri hefur sjaldan sést á vormótinu. Fjögur HSK-met og fjölmörg persónuleg met féllu við þessar góðu aðstæður. Tæplega 90 kependur voru skráðir til leiks og meðal þeirra voru nokkrir landsliðsmenn og jafnvel ólympíufarar.

Fjögur HSK met voru sett á mótinu. Hildur Helga Einarsdóttir Selfossi setti met í 15 ára flokki í kúluvarpi með 3 kg kúlu, kastaði lengst 12,33 metra og bætti þar með 19 ára gamalt met Ágústu Tryggvadóttur um 47 sentimetra. Hildur bætti síðan ársgamalt met Helgu Margrétar Óskarsdóttur í sama flokki með 600 gr. spjóti um 13 sentimetra þegar hún kastaði 35,79 metra. Helga Margrét Óskarsdóttir Selfossi, sem keppir í 16-17 ára flokki, tvíbætti svo HSK metð í spjótkasti í sínum flokki, en hún kastaði fyrst 38,10 metra og svo 38,12 metra. Andrea Vigdís Victorsdóttir átti gamla metið sem var 35,90 metrar. Eitt Íslandsmet féll á mótinu en Patrekur Andrés Axelsson hljóp 100m á tímanum 12,74 sek sem er met í flokki blindra.

Okkar fólk í HSK setti mörg persónuleg met á mótinu og nokkrir náðu að standa á verðlaunapalli. Dagur Fannar Einarsson Umf. Selfoss fékk brons í 800m hlaupi á tímanum 2:25,67 mín. Ástþór Jón Tryggvason Umf. Selfoss fékk brons í 3000m hlaupi á tímanum 10:02,08 mín. Hákon Birkir Grétarsson Umf. Selfoss fékk einnig brons í 110m grindarhlaupi sem hann hljóp á tímanum 17,81 sek. Ólafur Guðmundsson Umf. Selfoss keppti í kringlukasti og náði þar þriðja sæti með 36,28 m kasti og Róbert Korchai Angeluson Umf. Þór var þriðji í spjótkasti með 47,40 m. Lára Björk Pétursdóttir varð þriðja í 800m hlaupi á tímanum 2:35,01 mín. Eva María Baldursdóttir Umf. Selfoss sigraði hástökkið þegar hún stökk 1,55 m og Íris Ragnarsdóttir Umf. Selfoss varð þriðja með 1,45 m sem er persónulegt met. Hildur Helga Einarsdóttir varð önnur í kúluvarpi 17 ára og yngri með 12,33 m og Ragnheiður Guðjónsdóttir Umf. Hrunamanna varð í þriðja sæti með 11,55 m. Harpa Svansdóttir Umf. Selfoss sigraði kúluvarpið með 9,96 m, önnur varð Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir Íþrf. Suðra með 9,33 m og þriðja varð Þórunn Ösp Jónasdóttir Umf. Selfoss með 7,25 m. Í kringlukastinu náði svo Guðrún Hulda öðru sætinu með 28,37 m kasti og þriðja varð Soffía Margrét Sigurbjörnsdóttir Umf. Laugdælum með 26,26 m. Heildarúrlit eru á www.fri.is og myndir frá mótinu má sjá á www.hsk.is.

Mótið var stórglæsileg opnun á utanhústímabilinu en næsta HSK-mót eru Héraðsleikar og aldursflokkamót sem fara fram 11. júní næstkomandi. Stærsta verkefni sumarsins verður svo MÍ aðalhluti sem fer fram á Selfossvelli 8.-9. júlí.

Nýjar fréttir