8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Sýning MFÁ í Sögusetrinu á Hvolsvelli

Sýning MFÁ í Sögusetrinu á Hvolsvelli

0
Sýning MFÁ í Sögusetrinu á Hvolsvelli
Jóhann Gunnarsson á bökkum Rangár að leika á lírukassa sinn.

Myndlistarfélag Árnessýslu opnar sýningu í Sögusetrinu á Hvolsvelli í dag uppstigningardag, fimmtudaginn kl. 16:00. Við opnunina leikur á lírukassa Jóhann Gunnarsson sem fæddur er að Selalæk á Rangárvöllum og uppalinn í Nesi í sömu sveit. Jóhann er listasmiður og smíðaði hann lírukassann. Hann hefur einnig ásamt fleiru smíðað lítið pípuorgel sem margir hafa heyrt af. Pjetur Hafstein Lárusson les úr ljóðum sínum en hann er félagi í Myndlistarfélagi Árnessýslu. Gestir eru velkomnir í léttar veitingar og spjall við listamennina sem sýna verk sín. Sýningin stendur út júní.