-6.1 C
Selfoss

Framkvæmdir við Eyraveg ganga samkvæmt áætlun

Vinsælast

Framkvæmdir hafa undanfarið staðið yfir á gatnamótum Eyra­vegar og Kirkjuvegar á Selfossi og hefur verið lokað fyrir umferð frá 24. apríl sl. Að sögn Jóhanns Ágústssonar eftirlits­manns hefur verkið í heild gengið vel og lítið verið um óvæntar uppákomur. „Það kemur samt alltaf eitthvað upp á. Einn daginn kom gos­brunnur og loka þurfti fyrir heita vatnið í nokkra klukkutíma. Svo fór heill dagur í að brjóta steypu­klump sem lagnir voru í gegn­um,“ segir Jóhann.

Verktakinn hefur leyfi til að hafa gatnamótin lokuð í allt að sex vikur þannig að stefnt er að því að opna þau í byrjun júlí. Verk­ið heldur áfram í sumar með vinnu á Kirkjuvegi þar sem m.a. nýjar stofnlagnir verða lagðar.

Nýjar fréttir