8.4 C
Selfoss

Oddur Bjarni nýr formaður Umf. Biskupstungna

Vinsælast

Íþróttafólk Umf. Biskupstungna, Jóna Kolbrún Helgadóttir og Ólafur Magni Jónsson.

Aðalfundur Ungmennafélags Biskupstungna og deilda innan félagsins var haldinn sunnudaginn 21. maí sl. í Aratungu. Þar lét Smári Þorsteinsson af störfum sem formaður félagsins, enda nokkuð snúið að stýra félagsskap á Íslandi þegar maður býr erlendis. Við keflinu tók Oddur Bjarni Bjarnason frá Brautarhóli. Dagný Rut Grétarsdóttir ný inn í stjórnina.
Lýst var vali á íþróttafólki ungmennafélagsins og það heiðrað. Titlana hlutu þau Jóna Kolbrún Helgadóttir og Ólafur Magni Jónsson.

Nýjar fréttir