8.9 C
Selfoss

Sumarsmellur úr Hveragerði

Vinsælast

Þrjár ungar stúlkur úr Grunnskólanum í Hveragerði hafa gefið út skemmtilegt nýtt lag, Förum í sumarfrí, sem vafalaust á eftir að óma á öldum ljósvakans í sumars enda er hér um léttan og skemmtilegan sumarsmell að ræða.

Tríóið Míó-tríó flytur lagið en það skipa þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir og systurnar Gunnhildur Fríða og Hrafnhildur Birna Hallgrímsdætur. Þær tóku í vetur þátt í Samfés með góðum árangri og í kjölfarið hafa þær komið fram á ýmsum viðburðum og gefa nú í fyrsta sinn út frumsamið lag í samstarfi við föður þeirra systra, Hallgrím Óskarsson.

Myndbandið er hið glæsilegasta enda tekið á ýmsum fallegum stöðum í og við Hveragerði.

Full ástæða er til að óska hinum ungu tónlistarkonum til hamingju með flotta lagið þeirra og óska þeim velfarnaðar á listabrautinni í framtíðinni.

Hér má hlusta á lagið og sjá flotta myndbandið:

https://www.youtube.com/watch?v=Q8KcigwkFUQ

Nýjar fréttir