8.9 C
Selfoss

Kór Fsu í Dublin

Vinsælast

Kór Fsu fór í vel heppnað söngferðalag til Dublinar á Írlandi dagana 17.–23. apríl síðastliðinn. Fyrir rúmum tveimur árum hélt kórinn einnig utan en þá var ferðinni heitið til Bolzano Ítalíu, einng frábær ferð og voru hjónin Erlendur Þór og Jóna Fanney fengin til að skipuleggja báðar þessar ferðir fyrir kórinn. Þau eru einstakleg fær í að taka á móti kórum og öðrum hópum og setja saman skemmtilegar ferðir.

Dagur 1: Fyrsti dagurinn fór að mestu í ferðalag og koma sér fyrir á hosteli en jafnframt var spásserað eilítið um Dublin og um kvöldið var snæddur hátiðarkvöldverður í veitingahúsinu The Church sem var mjög áhugavert. The Church er afhelguð kirkja og eitt vinsælasta veitingahúsið í Dublin.

Dagur 2: Á degi tvö var Dublinia víkingasafnið í Dublin heimsótt ,en eins og flestir vita var Dublin stór verslunarborg Víkinga og þaðan kom meðal annars Auður Djúpúðga sem nam land í Dölum. Að lokinn heimsókn á víkingasafnið var frjáls tími fram að 18:00 en þá vað arkað af stað til fundar við írskan kór er heitir Dublin Youth Choir. Haldið var „workshop“ þar sem Örlygur Atli og Lindsey kórstjórar leiddu kóranna í gegnum skemmtilega kóravinnu. Síðan sungu kórarnir hvora fyrir aðra og sameiginlega. Skemmtileg kvöldstund og gaman að hitta írskan kór.

Dagur 3: Frjáls dagur „shopping day“.

Dagur 4: Farið í National museum of Ireland þar sem fræðst var um nútímasögu Írlands. Kórinn tók nokkur lög fyrir utan safnið. Seinna þennan sama dag fór kórinn í sögurölt með Dublin Literary Pub Crawl listfélaginu í Dublin. Þar er gengið á milli húsa í Dublin og félagar leika brot úr frægum írskum leikritum auk þess að segja sögu Dublinarborgar á mjög skemmtilegan hátt. Í ferðinni var rakin saga frægra írskra rithöfunda eins og Oscar Wilde o.fl. og tenging þeirra rakin við ákveðna staði sem stoppað var við á leið um Dublin. Eins léku félagarnir (sem eru þekktir sviðsleikarar í Dublin) úr Literary Club brot úr ýmsum frægum verkum. Að sjálfsögðu þakkaði svo kórinn fyrir sig með því að taka lagið fyrir þá félega og aðra nærstadda í miðborginni.

Dagur 5 – Tónleikadagurinn: Haldnir tónleikar í St.Ann‘s kirkju. Mætt í kirkjuna klukkan 14:00 og æft í tvo tíma. Síðan trítlað heim á hostel þar sem allir gerðu sig klára fyrir tónleika farið í sitt fínasta dress og skórnir pússaðir. Tónleikarnir hófust síðan klukkan 19:30. Kórinn söng nokkur lög fyrir utan kirkju og bauð þannig gesti velkomna. Tónleikarnir tókust frábærlega kórinn þéttur og góður. Árni Björnsson lék undir á bassa og Tómas sögukennari í FSu lék undir á gítar.Tónleikagestir voru afar ánægðir og skapaðist skemmtileg stemning og eins vildu þau vita hver heimsíða kórsins væri einnig var óskað eftir því að kaupa af okkur geisladiska. Elli fararstjóri söng síðan einsöng í lokalaginu og ætlaði þá þakið af kirkjunni.

Dagur 6: Frjáls dagur „ shopping day“. Eins stóð til boða að fara ferð með Ella fararstjóra og skoða dýragarðinn. Um kvöldið var svo sameiginlegur kvöldverður Arlington Hotel „Celtic Nights“ í hjarta Dublinar rétt við hina þekktu O‘Connel Bridge. Celtic Nights er flott þjóðleg danssýning sem hefur innanborðs þekkta írska dansara og hljóðfæraleikara. Þjóðlegur þriggja rétta matseðill, söngur og dans.

Dagur 7 – Brottfaradagur: Þetta var algjörlega frábær ferð í alla staði. Nemendur og meðlimir kórsins voru skóla sínum og landi og þjóð til mikils sóma. Eins má ekki gleyma frábæru teymi kennara, Kristjönu Hrund Bárðardóttur umsjónarkennara kórsins ,Tómasi Davíð sögukennara og gítarleikara, Árna Björnssyni bassaleikara og Örlygi Atli Guðmundssyni kórstjóra, allt snillingar sem og farastjórarnir Elli og Jóna.

Nýjar fréttir