7.3 C
Selfoss

Hvað tekur við eftir útskrift?

Vinsælast

Nemendur 4. bekkjar Menntaskólans að Laugarvatni búa sig nú undir útskrift og munu senn yfirgefa skólann. Einn liður í undirbúningnum er lífsleikniáfangi þar sem fjallað er um náms- og starfsval. Í áfanganum fá nemendur fræðslu og kynningar frá ýmsum skólum og stofnunum.

Á þessari önn fóru ML-ingar í tvær ferðir til að kynna sér skóla og fyrirtæki. Í febrúar heimsóttu þeir Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og fyrirtækið CCP þar sem fyrrverandi ML-ingur Dögg Jónsdóttir tók á móti hópnum. Einnig var litið við í Norræna húsinu, á bóksafnið og á skemmtilega sýningu um barnamenningu.

Þann 8. maí sl. lögðu nemendur svo leið sína í Borgarfjörðinn til að kynna sér nám í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og í Háskólanum á Bifröst. Þess má geta að sex af nemendunum hafa ákveðið að sækja nám á Hvanneyri.

Kynningar sem þessar auka tvímælalaust á víðsýni nemenda og hjálpa þeim að taka ákvarðanir um framtíðina.

Nýjar fréttir