7.3 C
Selfoss
Home Fréttir Þurfum að fá svör frá ríkinu

Þurfum að fá svör frá ríkinu

0
Þurfum að fá svör frá ríkinu

Á Laugarvatni ríkir mjög alvarlegstaða er varðar framtíð íþróttahús staðarins. Háskóli Íslands er að fara frá Laugarvatni en HÍ hefur rekið Íþróttahúsið um árabil. Þegar HÍ fer mun ríkið taka við íþróttahúsinu.

„Við í ML og aðrir íbúar Laugavatns vitum ekki hvað verður um rekstur hússins. Það er skoðun okkar sem búa á Laugarvatni og nágrenni að það sé grafið undan samfélaginu í heild sinni ef ekki fæst lausn í þessu máli sem fyrst. Við þurfum að fá svör um það hver muni taka við rekstri íþróttahússins. Við höfum beðið of lengi eftir svörum. Þó hafa málamiðlanir verið lagðar fram en alls ekki næganlegar. Án Íþróttahússins getur samfélagið ekki veri,“ segir Þórarinn Guðni Helgason, nemandi við ML.

„Ég sendi þetta myndband ásamt lýsingu þess á alla helstu fjölmiðla/áhrifavalda landsins í von um að þið (fjórða valdið) geti aðstoðað okkur að skapa hljómgrunn fyrir þessu málefni í samfélaginu,“ segir Þórarinn Guðni.

„Vinir mínir og ég ákváðum að gera stöðu Íþróttahúsins á Laugarvatni að umfjöllunarefni lokaverkefnis í stjórnmálafræði. Staðan sem samfélagið stendur frammi fyrir er óásættanleg og stjórnvöldum ber að bregðast við og það í lausnum. Við vonum svo sannarlega að vitundarvakning muni eiga sér stað um mikilvægi íþróttahúsins!
Síðan þetta verkefni var unnið hefur ríkið fundað með Bláskógarbyggð og öðrum hagsmunaaðilum, svo það er komin hreyfing á málið en við þurfum lausnir!
Manngildi, þekking og síðast en ekki síst atorka! Nú þurfum við ML-ingar, sem og aðrir sem koma að málinu, að láta atorku verða að leiðarljósi í málefni sem varðar framtíð Laugarvatns!“

Myndbandið má sjá hér:
https://www.youtube.com/watch?sns=fb&v=RaEz3JdUL3k&app=desktop