1.1 C
Selfoss

Samstarfsfundir um greiningu á ljósmyndum

Vinsælast

Á lista- og menningarhátíðinni Vor í Árborg hélt Héraðsskjalasafn Árnesinga sinn fyrsta samstarfsfund um greiningu á ljósmyndum. Um er að ræða vettvang þar sem fólk kemur saman og leitast við að nafngreina fólk, staði og fleira á ljósmyndum úr fórum Héraðsskjalasafnsins sem starfsmaður þess varpar upp á tjald.

Fundurinn var vel sóttur og tókst að greina rúmlega helming myndanna sem sýndar voru. Ætlunin er að halda áfram með þessa samstarfsfundi. Næsti fundur verður föstudaginn 5. maí nk. kl. 10:00–12:00 í sal á 3. hæð Ráðhúss Árborgar. Þriðji fundurinn verður svo föstudaginn 19. maí á sama stað og sama tíma. Starfsfólk Héraðsjalasafnsins hvetur sem flesta til þess að mæta á þessa fundi og eiga skemmtilega samverustund. Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkir verkefnið.

Nýjar fréttir