2.3 C
Selfoss

Margt í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði

Vinsælast

Nú styttist óðum í Landsmót UMFÍ 50+ sem fram í Hveragerði dagana 23.–25. júní næstkomandi. Þetta er sjöunda mótið fyrir 50 ára og eldri sem UMFÍ stendur fyrir. Dagskrá mótsins og upplýsingar um keppnistilhögun allra keppnisgreina liggur nú fyrir og hafa upplýsingarnar verið birtar á heimasíðu UMFÍ.

Keppni hefst á föstudegi kl. 10:00 Hamarshöllinni, en þar verður keppt í boccia allan daginn. Einnig verður keppt í ringó í íþróttahúsinu frá kl. 16:00 til kl. 18:00. Mótssetning verður svo í íþróttahúsinu kl. 20:00 þar sem jafnframt fer fram keppni í línudansi. Opið hús verður í Skyrgerðinni og í Þorlákssetri hjá Félagi eldri borgara í Hveragerði.

Á laugardegi verður hægt hefja daginn á jóga í Lystigarðinum kl. 08:00. Keppt verður í golfi, boccia, skák og brids, ásamt frjálsum íþróttum, sundi og strandblaki. Einnig verður keppti í jurtagreiningu og pönnukökubakstri sem jafnan vekur mikla athygli. Boð verður upp á utanvegahlaup þar sem öllum er heimil þátttaka. Opið hús verður hjá eldri borgurum, gönguferð með leiðsögn og heilsufarsmælingar. Um kvöldið veður svo hátíðarkvöldverður í íþróttahúsinu með tónlist og ýmsu skemmtilegu.

Á sunnudagsmorgni verður boðið upp á sundleikfimi kl. 8:30. Síðan fer fram keppni í þríþraut, badminton, pútti, L50+ trowdown og fuglagreiningu. Síðasta keppnisgreinin er stígvélakast og hefst keppnin kl. 13:00 í Lystigarðinum. Mótslit verða að henni lokinni.

Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri.

Skráning og greiðsla keppnisgjalds fer fram á heimasíðu UMFÍ. Áætlað er að skráning hefjist 1. júní. Þátttakendur greiða eitt gjald 4.500 kr. og geta tekið þátt í eins mörgum greinum og þeir treysta sér til.

Nýjar fréttir