9.5 C
Selfoss

Heitt vatn við Ölfusárbrú

Vinsælast

Vegfarendur um hringveginn við Ölfusárbrú hafa af og til orðið varir við að heitt vatn hafi runnið yfir veginn rétt utan við brúna. Ástæðan er að verið er að bora all djúpa könnunarholu eftir jarðhita, rétt ofan vegarins. Holan er nú orðin 700 m djúp og virðist  vera nokkuð vel heppnuð. Áformað er að dýpka hana svolítið og þess vegna mega vegfarendur eiga von á tímabundnum vatnsaga á þjóðveginum en aðeins um stutta stund í senn. Megninu af heita vatninu úr holunni er veitt í Ölfusá ofan við brúna.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að þessi borhola við Ölfusárbrú sé ákaflega vatnsgæf og að hún verði eflaust nýtt sem vinnsluhola fyrir Selfossveitur, þó hún hafi verið boruð fyrst og fremst í könnunarskyni.​

Nýjar fréttir