-7.1 C
Selfoss

Egill Blöndal tvöfaldur Íslandsmeistari í júdó

Vinsælast

Egill Blöndal júdómaður frá Selfossi varð um helgina tvö­faldur Íslandsmeistari í júdó. Egill hefur undanfarin ár verið á meðal bestu júdómanna lands­ins en ekki náð að landa Íslandsmeistaratitli í fullorðinsflokki fyrr en nú. Egill lagði Svein­björn Iura, júdódeild Ármanns, í tvígang þ.e. í -90 kg flokki og opnum flokki en Sveinbjörn hef­ur m.a. verið Íslandsmeistari undan­farin ár.

Grímur Ívarsson varð í öðru sæti í -100 kg flokki og þriðja í opna flokknum. Þór Davíðsson varð í þriðja sæti í -100 kg flokki og fimmta í opna flokknum. Úlfur Þór Böðvarsson varð í þriðja sæti í -90 kg flokki og fimmta í opnum flokki.

Einnig kepptu þeir Haukur Þór Ólafsson og Halldór Bjarnason á sína fyrsta móti í flokki fullorðinna og stóðu þeir sig einnig vel þó ekki hlytu þeir verðlaun að þessu sinni.

Nýjar fréttir