0.3 C
Selfoss

Fá sérsmíðaða silfurkrossa frá sóknarnefnd kirkjunnar

Vinsælast

Á morgun sunnudaginn 29. apríl kl. 11 verður krossamessa í Selfosskirkju en hún er jafnframt uppskeruhátið barna- og unglingakóra kirkjunnar. Þar fá þær stúlkur sem útskrifast á þessu vori úr kórastarfi kirkjunnar afhenta sérsmíðaða silfurkrossa af sóknarnefnd kirkjunnar í þakklætisskyni fyrir það sem þær hafa lagt af mörkum og gefið af sér í kórastarfinu. Báðir kórarnir syngja í messunni undir stjórn Edit Molnár. Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Það verður sannkölluð vorgleði og tónlistarveisla í kirkjunni og eru allir velkomnir.

Random Image

Nýjar fréttir