13.4 C
Selfoss

Jötunhlaupið 1. maí

Vinsælast

Vetrarstarf hlaupahópsins Frískra Flóamanna hefur verið með miklum blóma í vetur. Æfingar undir styrkri stjórn Sigmundar Stefánssonar hafa verið vel sóttar. Í janúar gerði hópurinn fimm ára samstarfssamning við Jötunn Vélar um nýtt götuhlaup, Jötunhlaupið. Verður það haldið í fyrsta sinn 1. maí nk. og hefst kl. 13. Um er að ræða 5 og 10 km sem hefst og endar við Jötunn Vélar. Hlaupið er á sléttri braut innanbæjar á Selfossi og að hluta til á bökkum Ölfusár. Lengd beggja hlaupa er löglega mæld samkvæmt reglum FRÍ. Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. apríl kl. 21:00. Einnig verður hægt að skrá sig í Jötunn Vélum frá kl. 11 á hlaupadegi, þá verða keppnisnúmer jafnframt afhent. Skráningu lýkur kl. 12:20. Þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir 16 ára og eldri en kr. 1.000 fyrir 15 ára og yngri. Greitt með seðlum, enginn posi á staðnum. Keppendur fá frían aðgang í Sundhöll Selfoss eftir hlaup. Vegleg sérverðlaun frá Jötunn Vélum verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hvorri vegalengd um sig. Jafnframt verða verðlaun fyrir fyrsta keppenda í hverjum aldursflokki og útdráttarverðlaun.

Nú er bara að reima á sig skóna og hlaupa út í vorið. Æfingar Frískra Flóamanna eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 og á laugardögum kl.10, farið er frá Sundhöll Selfoss og eru allir velkomnir, ekkert gjald. Nánari upplýsingar um Jötunhlaupið veita Magnús s:840 6320 og Aðalbjörg s:820 6882. Sjá einnig á hlaup.is.og friskirfloamenn.blog.is.

Nýjar fréttir