6.1 C
Selfoss

Glæsilegir burtfarartónleikar Jóhönnu

Vinsælast

Jóhanna Rut Gunnarsdóttir, nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga, hélt glæsilega burtfarartónleika frá skólanum í Hveragerðiskirkju í gær, 18. apríl. Þessir tónleikar voru um leið hluti framhaldsprófs Jóhönnu Rutar sem hún tók í apríl. Á dagskrá voru verk eftir Bach, Mozart, Brahms, Bartók og Copland.
Jóhanna Rut Gunnarsdóttir hefur stundað fiðlunám frá sex ára aldri og verið virkur þátttakandi í strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga auk þess að taka þátt í minni kammerhópum og verkefnum innan skólans. Samhliða fiðlunáminu stundaði hún píanónám í nokkur ár og lauk 4. stigi í píanóleik síðastliðið vor.
Jóhanna Rut hefur leikið víða utan skólans s.s. með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og nokkrum sinnum tekið þátt í Tónlistarhátíð unga fólksins. Þá hefur hún tekið þátt í námskeiðinu „Harpa International Music Academy“, þar sem hún fékk tækifæri til að sækja tíma hjá erlendum kennurum og leika í kammersveit og hljómsveit með nemendum frá ýmsum löndum.

Nýjar fréttir