11.7 C
Selfoss

Aníta Rós Íslandsmeistari í módelfitness

Vinsælast

Íslandsmótið í fitness fór fram í Háskólabíói um páskahelgina. Þetta er stærsta fitnessmót ársins en þar ar stigu á svið 109 keppendur. Aníta Rós Aradóttir úr Hvergerði landaði Íslandsmeistaratitli í módelfitness í sínum hæðarflokki. Hún vann einnig heildarsigurinn „Overall“, en þar keppa sigurvegarar allra módelfitness-flokka sín á milli. Þetta er í annað sinn sem Anítu Rós tekst að vinna „Overall bikarinn“, en hún gerði það síðast þegar hún keppti í nóvember 2015. Þá landaði hún bikarmeistaratitli.

Næst á dagskrá hjá Anítu Rós er Evrópumeistaramót í fitness á Spáni en mótið fer fram í maí. Aníta Rós er íþrótta- og heilsufræðingur og starfar í World Class Selfossi.

Nýjar fréttir