6.1 C
Selfoss

„Vinnugleði“ Sigga Jóns í Bókasafni Árborgar

Vinsælast

Sigurður Jónsson eða Siggi Jóns eins og hann er oftast kallaður opnar sýninguna „Vinnugleði“ í bókasafni Árborgar í dag. Sigurður er fæddur 1948 og er Selfyssingum að góðu kunnur. Hann fór að mála eftir mikið áfall sem hann varð fyrir í lok árs 2007 og varð til þess að hann lamaðist hægra megin. Sigurður málar með vinstri hendi en var rétthentur fyrir áfall. Hann byrjaði að mála á steina en í dag málar hann einnig á striga. Sýning Sigurðar heitir „Vinnugleði“ og opnar kl. 12:00 í dag á Sumardaginn fyrsta í Bókasafni Árborgar.

Nýjar fréttir