6.7 C
Selfoss

Hreinn úrslitaleikur hjá Hamri á miðvikudag

Vinsælast

Körfuknattleikslið Hamars og Vals léku fjórða leikinn í úrslitaeinvígi um laust sæti í Dominos-deild karla í Frystikistunni í Hveragerði í gærkvöldi. Fyrir leikinn var staðan í einvíginu 2:1 fyrir Hamar. Með sigri hefðu Hvergerðingar getað styggt sæti í deild þeirra bestu næsta keppnistímabil.

Valsmenn náðu að síga fram úr í lokin og höfðu sigur 84:89. Staðan í einvíginu er því hnífjöfn og munu úrslitin ráðast í hreinum úrslitaleik sem fram fer á heimavelli Vals að Hlíðarenda á miðvikudaginn og hefst leikurinn kl. 19:30.

Valsmenn byrjuðu betur í leiknum í Hveragerði og voru yfir 24:17 eftir fyrsta leikhluta. Hamarsmenn náðu að snúa taflinu við í öðrum leikhluta með Erlend Ágúst í broddi fylkingar og var staðan 52:43 í hálfleik. Valsmenn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik en Hamarsmenn náðu að halda sjó og voru yfir eftir þriðja leikhluta 74:66. Staðan var því nokkuð vænleg fyrir heimamenn í byrjun fjórða leikhluta. Valsmenn náðu að snúa leiknum sér í vil síðustu mínúturnar á meðan Hamarsmenn hittu lítið. Lokatölur urðu 84:89.

Nú er að duga eða drepast í síðasta leiknum. Ekkert annað en sigur dugar til að komast upp í Dominos-deildina.

Nýjar fréttir