7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Góð skemmtun í fallegu umhverfi í Hveragerði

Góð skemmtun í fallegu umhverfi í Hveragerði

0
Góð skemmtun í fallegu umhverfi í Hveragerði
Gísli Páll Pálsson, formaður undirbúningsnefndar 50+ í Hveragerði.
Gísli Páll Pálsson, formaður undirbúningsnefndar 50+ í Hveragerði.
Gísli Páll Pálsson, formaður undirbúningsnefndar 50+ í Hveragerði.

Helgina 23.–25. júní næstkomandi verður haldið 50+ mót í Hveragerði. Um er að ræða keppni sem haldin er á vegum Ungmennafélags Íslands en mótshaldari er Héraðssambandið Skarphéðinn í nánu samstarfi við Íþróttafélagið Hamar og fleiri góð félög í Hveragerði. Einnig kemur Hveragerðisbær veglega að mótshaldinu með útvegun mannvirkja og fleira tengt.

Mótið er ætlað öllum einstaklingum sem verða 50 ára á þessu ári og eldri. Keppt er í 18 greinum, badminton, boccia, bridds, frjálsíþróttum, fuglagreiningu, golfi, jurtagreiningu, línudansi, L50+ throwdown, pútti, pönnukökubakstri, ringói, skák, stígvélakasti, strandblaki, sundi, þríþraut og utanvegahlaupi. Allir áhugasamir um ofangreindar greinar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og svo er um að gera að prófa eitthvað nýtt. Það þarf til dæmis ekki mikinn undirbúning eða græjur til að keppa í stígvélakast.

Umhverfið í Hveragerði er ægifagurt, margar fallegar gönguleiðir í kringum bæinn og auðvelt að njóta náttúrunnar auk þess að taka þátt í skemmtilegri íþróttakeppni. Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.umfi.is og verður skráning þar jafnframt frá 1. júní næstkomandi.

Gísli Páll Pálsson, formaður undirbúningsnefndar 50+ í Hveragerði.