8.9 C
Selfoss

Færðu Fischersetri ýmisleg er tengist tænimálum heimsmeistaraeinvígisins

Vinsælast

Þrír fyrrverandi stjórnarmenn Skáksambands Íslands, þeir Guðjón Y. Stefánsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Hilmar Viggóson, komu sl. föstudag í heimsókn í Fischersetrið á Selfossi. Þeir voru allir í stjórn Skáksambandsins árið 1972 þegar heimsmeistaraeinvígið fór fram í Reykjavík. Þeir komu með myndir og aðrar upplýsingar um tæknikerfin sem notuð voru í Laugardalshöll meðan á einvíginu stóð. Þar voru skákirnar sýndar leik fyrir leik á stóru sýningartjaldi og sennilega var það í fyrsta sinn sem slík rafeindatækni var notuð til sýningar á skákum.

Skáksambandið réð fyrirtækið Iðntækni hf. til að hanna og setja upp nauðsynleg tæknikerfi og sjá um rekstur þeirra við einvígishaldið. Iðntækni hf. var mjög framarlega á sviði raf- og rafeindatækni á þessum tíma og framkvæmdastóri fyrirtækinsins, Gunnlaugur Jósefsson, var frumkvöðull á þessu sviði. Iðntækni hf. sinnti þessu mál með miklum ágætum og má telja að rafræn sýning skákanna á stóru sýningartjaldi samkvæmt hönnun Iðntækni hf. hafi verið með því fremsta sem fram kom á þessu sviði í skákheiminum og jafnvel fyrirmynd þess sem síðar kom.

Philips útvegaði sjö hágæða myndavélar ásamt nauðsynlegum myndvinnslutækjum. Fyrir utan risa skjáinn var komið fyrir rúmlega fjörtíu 24 tommu sjónvarpstækjum víðs vega um Laugardalshöll fyrir áhorfendur. Tækin voru sett upp tvö og tvö saman, annað sýndi stöðumynd en hitt leikjaröðina. Sýning leikjanna var þannig að notuð voru tvö eins taflborð sem voru kölluð eitt og tvö. Þegar beðið var eftir fyrsta leik, var mynd af borði tvö varpað á risaskjáinn. Þegar fyrsti leikur hafði verið leikinn var taflmaður á borði eitt fluttur á nýjan reit. Þá var myndin af borði tvö dregin niður og mynd eitt birtist í staðinn. Svo var sami leikur leikinn á borði tvö. Þannig hvarf taflmaðurinn af upphafsreit og birtist á nýjum reit án þess að mannshöndin sæist.

Eftir einvígið fór risa skjárinn sem hafði verið í láni aftur út, en sjónvarpið keypti allar myndavélarnar og stjórnbúnaðinn, en talið er að Sjónvarpið hafi átt þrjá myndarvélar fyrir.

Nýjar fréttir