7.3 C
Selfoss
Home Fréttir Lömb og kiðlingar komin í Flóann

Lömb og kiðlingar komin í Flóann

0
Lömb og kiðlingar komin í Flóann
María Weiss í Vestur-Meðalholtum í Flóa með þrjú kið. Ljósmynd: RaSi.
María Weiss í Vestur-Meðalholtum í Flóa með þrjú kið. Ljósmynd: RaSi.
María Weiss í Vestur-Meðalholtum í Flóa með þrjú kið. Ljósmynd: RaSi.

Á miðvikudag í síðustu viku átti ein huðnan á bænum Vestur-Meðalholtumí Flóa þrjú kið. Öll dafna þau vel að sögn Mariu Weiss sem býr að Vestur-Meðalholtum ásamt bónda sínum Magnúsi Erlendssyni. Alls eru þau með þrjár geitur en þær eru allar bornar. Frekar sjaldgæft er að geitur eigi þrjá kiðlinga.

Magnús segir að geiturnar séu alfarið á ábyrgð Maríu. Þau hjónin eru einnig með 25 kindur og bar ein þeirra fyrir fáum dögum með þremur lömbum. Almennt er sauðburður ekki hafinn á Suðurlandi en það styttist óðum í hann.