0.4 C
Selfoss

Breytingar hjá Landsbankanum í Þorlákshöfn

Vinsælast

Í byrjun apríl urðu tímamót í Landsbank­anum í Þorlákshöfn. Þá lét Ægir E. Hafberg, sem verið hefur úti­bússtjóri síðastliðin 20 ár, af störf­um. Samhliða var útibúinu breytt í afgreiðslu frá Selfossi. Valgerður Guðmundsdóttir, sem verið hefur þjónustustjóri útibúsins sl. 35 ár, mun veita afgreiðslunni forstöðu og aðrir núverandi starfsmenn starfa áfram í afgreiðslunni. Almenn banka- og póstþjónusta verður óbreytt að mestu en fyrirtækjum verður veitt þjónusta frá Selfossi.

Í tilkynningu kemur fram að það sé von Landsbankans að breyting þessi hafi sem minnst áhrif á almenn dagleg banka­viðskipti á svæðinu og starfsfólk mun hér eftir sem hingað til bjóða viðskiptavinum almenna banka- og póstþjónustu, eins og verið hefur.-ög

Nýjar fréttir