12.8 C
Selfoss
Home Fréttir Leiðin út á þjóðveg með vikulega fundi í Hveragerði

Leiðin út á þjóðveg með vikulega fundi í Hveragerði

0
Leiðin út á þjóðveg með vikulega fundi í Hveragerði
Sonja Ósk Kristjánsdóttir sjúkraliði.

Félagsskapurinn „Leiðin út á þjóðveg“ er með vikulega fundi í Rauða kross húsinu í Hveragerði á efri hæð. Hér er um að ræða hóp fólks sem vinnur að geðrænum vandamálum. Fengnir eru gestir annað slagið sem segja frá sér og sínum lausnum vegna sinna veikinda. Næstkomandi fimmtudag kemur ung stúlka sem heitir Sonja Ósk Kristjánsdóttir en hún er sjúkraliði. Hún mun fjalla um sína vegferð og sjálfrækt og einnig þerapíu sem hún lærði og heitir „Lærðu að elska þig“. Sú þerapía hefur gerbreytt hennar sýn á sjálfa sig og lífið. Einnig heldur hún úti facebook síðu sem heitir „Hollar hugsanir“ og er það mjög forvitnileg leið til bata. Aðstandendur fundarins vonast til að sem flestir komi til þessa fundar. Fundurinn hefst kl. 20:30 og eru allir velkomnir.