Kristín Viðja Vernharðsdóttir, nemandi við Tónlistarskóla Árnesinga, var í hópi tíu efstu á lokatónleikum Nótunnar í Eldborgarsal Hörpu 2. apríl sl.
Flytjendur komu alls staðar að af landinu, en þeir höfðu verið valdir úr hópi tónlistarskólanemenda á fjórum svæðistónleikum Nótunnar. Dagskrá lokatónleikanna í Hörpu var mjög fjölbreytt og skemmtileg og flytjendur, stórir sem smáir, stóðu sig einstaklega vel.
Alls kepptu 24 atriði um Nótuna, en 10 atriði fengu sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning, þ. á m. Kristín Viðja fyrir flutning sinn á sónötu eftir Händel, við undirleik Einars Bjarts Egilssonar. Atriðin tíu sem léku að lokum aftur fyrir RÚV, sem tók atriðin upp.
Handhafi Nótunnar í ár var Anya Hrund Shaddock úr Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar, en hún lék Clair de lune eftir Claude Debussy, á píanó.