11.7 C
Selfoss

Kristín Viðja í hópi 10 efstu á lokatónleikum Nótunnar í Hörpu

Vinsælast

Kristín Viðja Vernharðsdóttir, nemandi við Tónlistarskóla Árnesinga, var í hópi tíu efstu á lokatónleikum Nótunnar í Eld­borgarsal Hörpu 2. apríl sl.

Flytjendur komu alls staðar að af landinu, en þeir höfðu verið valdir úr hópi tónlistarskóla­nem­enda á fjórum svæðistónleikum Nótunnar. Dagskrá lokatónleik­anna í Hörpu var mjög fjölbreytt og skemmtileg og flytjendur, stór­ir sem smáir, stóðu sig ein­stak­lega vel.

Alls kepptu 24 atriði um Nót­una, en 10 atriði fengu sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskar­andi flutning, þ. á m. Kristín Viðja fyrir flutning sinn á sónötu eftir Händel, við undirleik Einars Bjarts Egilssonar. Atriðin tíu sem léku að lokum aftur fyrir RÚV, sem tók atriðin upp.

Handhafi Nótunnar í ár var Anya Hrund Shaddock úr Tón­listarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar, en hún lék Clair de lune eftir Claude Debussy, á píanó.

Nýjar fréttir