2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Gríðarleg stemning á Söngkeppni Árborgar

Gríðarleg stemning á Söngkeppni Árborgar

0
Gríðarleg stemning á Söngkeppni Árborgar
Keppendur framkvæmda og veitusviðs Árborgar í fullum skrúða.
Keppendur framkvæmda og veitusviðs Árborgar í fullum skrúða.
Keppendur Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar í fullum skrúða.

Söngkeppni Árborgar fór fram á Hótel Selfossi sl. föstudagskvöld. Þar öttu kappi tíu vinnustaðir í Árborg. Keppt var um þrenn verðlaun; bestu búningana, besta stuðningsliðið og síðan besta atriðið.

Lið Jáverks hlaut verðlaun fyrir bestu búningana og stuðningsmannalið Ráðhússins fékk verðlaun sem besta stuðningsmannaliðið. Aðalverðlaun kvöldsins eða besta atriðið féll í skaut Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar þar sem Grétar Lárus Matthíasson söng sig inn í hjörtu dómnefndar, en í henni voru Karen Svensen, Kjartan Björnsson og Heimir Eyvindarson. Um undirleik sá hljómsveitin Pass og Stefán Þorleifsson var tónlistarstjóri.

Grétar í ham eftir að úrslit voru kynnt.
Grétar Lárus í ham eftir að úrslit voru kynnt.

Uppselt var á Söngkeppnina og var gríðarleg stemning í salnum. Ljóst er að starfsfólk þeirra vinnustaða sem tóku þátt lögðu mikið í atriðin.

Þau Guðmundur Þór Guðjónsson, Kristinn G Harðarson, Sigríður Ósk Harðardóttir, María Maronsdóttir og Silja Þorsteinsdóttir mynduðu hópinn sem stóð að söngkeppninni í samstarfi við Nínu Pálmadóttur og starfsfólk Hótels Selfoss.

Að sögn Gupmundar Þórs er mikil ánægja innan hópsins með keppnina, samstarfið við keppendur og allan þann stuðning sem fyrirtæki veittu þessu skemmtilega verkefni. „Auðvitað voru ýmsir hnökrar sem laga má fyrir næsta ár en hópurinn hefur tekið ákvörðun um að halda aðra keppni að ári,“ sagði Guðmundur.

Myndir:

(Grétar sigurlagið)

Grétar í ham eftir að úrslit voru kynnt.

(Selfossveitur allir)

Keppendur framkvæmda og veitusviðs Árborgar í fullum skrúða.