11.7 C
Selfoss

Tekinn með tíu lítra af 95% landa

Vinsælast

Um klukkan 23:00 í gærkvöldi stöðvuðu lögreglumenn á Suðurlandi ökumann bifreiðar sem átti leið um Þorlákshafnarveg skammt frá Þorlákshöfn. Í viðræðum við ökumann veittu lögreglumennirnir athygli 10 lítra plastfötu á gólfi við aftursæti. Fatan reyndist full af 95% landa, 10 lítrar. Málið er í rannsókn.

Lögreglumenn á Suðurlandi sinntu 243 verkefnum í liðinni viku. Verkefnin voru af ýmsum toga en þó hefur áherslan verið á eftirlit með umferð. Farið var í viðamikið verkefni í upphafi vikunnar ásamt starfsmönnum ríkisskattstjóra sem fólst í eftirliti með ökumönnum hópferðabifreiða og hugað að rekstrarleyfum, aksturs- og hvíldartímum og fleira. Afskipti voru höfð af 52 ökumönnum. Fimm þeirra voru kærðir fyrir brot á notkun ökurita og hvíldartíma, 2 voru boðaðir með ökutæki í skoðun og ríkisskattstjóri birti 7 ökumönnum tilmæli um lagfæringar. Umferðareftirlit lögreglunnar heldur uppi stöðugu eftirliti með hóp- og vöruflutnignabifreiðum auk þess að sinna öðrum þeim verkefnum sem snúa að umferðinni.

Sautján umferðaróhöpp voru tilkynnt í vikunni. Í einu tilviki var um ölvunarakstur að ræða er ökumaður missti stjórn á bifreið sinni sem valt á Hrunavegi skammt frá Grafarbakka aðfaranótt fimmtudags. Hann kastaðist út úr bifreiðinni og fótbrotnaði. Félagi hans sem var með honum hlaut minni háttar áverka. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala þar sem gert var að beinbrotinu.

Foktjón varð á nokkrum ökutækjum við Jökulsárlón og á Breiðamerkursandi á föstudag. Hvassviðri gekk yfir svæðið og hlaust af því tjón á rúðum og lakki nokkura bifreiða sem tilkynnt var um og lögreglumenn á Höfn sinntu.

Í vikunni voru 34 kærðir fyrir hraðakstur. Mestur hraði mælist yfirleitt hjá ökumönnum sem aka eftir þjóðvegi 1 austan við Vík áleiðis að Höfn. Tveir af þeim sem kærðir voru í vikunni ók þar á yfir 140 km og allt að 150 km. Á þessum vegarkafla má oft búast við búfé, og er austrar dregur hreindýrum, við veginn sem hlaupa fyrirvaralaust yfir hann.
Fimm ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Nýjar fréttir