0.6 C
Selfoss

Menntskælingar sýna Konung ljónanna

Vinsælast

Frumsýning á Konungi ljónanna í uppsetningu Menntaskólans að Laugarvatni var síðastliðið föstudagskvöld í Aratungu, Reykholti. Túlkun menntskælinganna á þessu klassíska verki Disney var með eindæmum vel heppnuð; texti, tilfinningar og brandarar skiluðu sér vel til áhorfenda og söngurinn var alls ekki af verri endanum. Leikstjórn er í höndum Guðjóns Sigvaldasonar og Ingerar Erlu Thomsen. Um helgina voru svo tvær aðrar sýningar í Aratungu og komu samtals tæplega 300 manns úr öllum aldurshópum – allir virtust skemmta sér jafn vel. Í vikunni mun leikritið svo „fara á flakk“ og verður sýnt á fleiri stöðum á Suðurland. Mennskælingar hvetja sem flesta til að kynna sér komandi sýningartíma á like-síðu á Facebook: Konungur ljónanna – Menntaskólinn að Laugarvatni 2017.

Nýjar fréttir