11.1 C
Selfoss

Tvær sunnlenskar popphljómsveitir sameina krafta sína á laugardaginn

Vinsælast

Sá einstaki viðburður mun eiga sér stað laugardagskvöldið 11. mars nk. að tvær af ástsælustu hljómsveitum Íslands verða með stórdansleik í Hvíta húsinu. Þessar sveitir er óþarfi að kynna, en þetta eru hljómsveitirnar Á móti sól og Made In Sveitin, báðar sunnlenskar sveitir. Gera má ráð fyrir því að lagavalið verði með fjölbreyttara móti. Af því að þetta er nú Eurovision-kvöld er ekki ólíklegt að einhverjir Eurovisionslagarar muni heyrast, en bæði Magni og Hreimur hafa ýmist tekið þátt í undankeppninni hér heima eða erlendis. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu Hvíta hússins.

Nýjar fréttir