0 C
Selfoss

Unnið í skipulagsvinnu og fjármögnun nýja miðbæjarins á Selfossi

Vinsælast

Skipulag nýja miðbæjarins á Selfossi var auglýst síðast­lið­ið sumar. Nokkar athugasemdir komu, flestar tæknilegs eðlis, og sneru að lóða­mörkum og lóðum sem aðil­ar eiga inni á svæð­inu eða sem liggja að deiliskipu­lags­svæð­inu. Viðræður við aðra lóð­ar­hafa hafa farið fram til að skýra þar lóðamörk og réttindi og skyld­ur. Að sögn Ástu Stefáns­dóttur, framkvæmdastjóra Árborg­ar, er það langt komið.

„Væntanlega kemur deili­skipu­­lag­ið til afgreiðslu innan tíðar. Það er síðan verið að vinna í fjár­mögnun á þessu verkefni. Ég hef ekki nákvæma stöðu á því í dag, en við munum fara yfir það fljót­lega með þeim aðilum sem standa að verkefninu. Það má því segja að þetta tosist áfram. Það er aðeins eftir í skipulagsvinnunni og svo þarf auðvitað að klára þessa fjármögnun áður en fram­kvæmd­ir geta farið af stað,“ segir Ásta.

Nýjar fréttir