8.9 C
Selfoss

Sigríður og Ingibjörg sæmdar silfurmerki Umf. Selfoss

Vinsælast

Á aðalfundi sunddeildar Umf. Selfoss fór fram mánudaginn 27. febrúar sl. voru þær Ingibjörg Elfa Laugdal og Sigríður Runólfsdóttir sæmdar silfurmerki Umf. Selfoss fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar og félagsins til margra ára.

Á fundinum fór formaður deildarinnar yfir starf ársins. Einnig fór fram stjórnarkjör og veittar voru viðurkenningar. Starf deildarinnar er á uppleið og fer iðkendum fjölgandi. Fjárhagur er í góðu jafnvægi og hafa tekjur aukist nokkuð frá fyrri árum.

Guðmundur Pálsson var endurkjörinn formaður og Sigurður Torfi Sigurðarson var kjörinn gjaldkeri. Sigurbjörg Stefánsdóttir gjaldkeri síðustu ára gaf ekki kost á sér til endurkjörs og voru henni þökkuð vel unnin störf. Ægir Sigurðsson var endurkjörinn ritari og meðstjórnendur voru kjörnar Kallý Harðardóttir og Anna Guðrún Sigurðardóttir. Varamenn í stjórn eru Vilhelmína Smáradóttir og Hugrún Jóhannsdóttir.

Magnús Tryggvason þjálfari eldri flokka fór yfir áherslur deildarinnar á komandi ári og veitti viðurkenningar fyrir framfarir og ástundun. Hallgerður Höskuldsdóttir fékk viðurkenningu í yngri flokki og í eldri hópi fékk Sara Ægisdóttir viðurkenningu.

Nýjar fréttir