7.8 C
Selfoss

Góð þátttaka á öðru vetrarmóti Geysis

Vinsælast

Annað vetrarmót Hestamannafélagsins Geysis var haldið í blíðskaparveðri á Rangárbökkum á Hellu sl. laugardag. Þátttakan var góð enda gífurlegur kraftur í hestamennsku á svæðinu.

Á Vetrarmóti er keppt í tölti í fimm flokkum, opnum flokki, áhugamannaflokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Auk þess er alltaf pollastund áður en sjálft vetrarmótið hefst þar sem litlu pollarnir okkar fá að spreyta sig í þrautabraut. Þátttaka þar er virkilega góð og tóku 14 pollar á aldrinum 3–8 ára þátt.

Hestamannafélagið Geysir þakkar kærlega fyrir samveruna og vonast til að sjá sem flesta á næsta móti sem er fyrstu helgina í apríl.

Efstu þrjú sætin í öllum flokkum má sjá hér.

Opinn flokkur:
1. Vignir Siggeirsson og Rómur frá Hemlu
2. Hekla Katharina Kristinsdóttir og Hrafn frá Markaskarði
3. Sigurður Sigurðsson og Rauðalist frá Þjóðólfshaga

Áhugamannaflokkur
1. Lea Schell og Elding frá Stokkseyrarseli
2. Theódóra Þorvaldsdóttir og Nökkvi frá Pulu
3. Sarah Nielsen og Djörfung frá Miðkoti

Ungmennaflokkur
1. Janita Fromm og Náttfari frá Bakkakoti
2. Benjamín Sandur Ingólfsson og Fold frá Jaðri
3. Eygló Arna Guðnadóttir og Nýr Dagur frá Þúfu

Unglingaflokkur
1. Kolbrá Lóa Ágústsdóttir og Hugur frá Vestra-Fíflholti
2. Heiða Sigríður Hafsteinsdóttir og Viktoría frá Reykjavík
3. Írena Rós Haraldsdóttir og Seygla frá Húnakoti

Barnaflokkur
1. Kristján Árni og Húmor frá Kanastöðum
2. Sigurður Steingrímsson og Hegning frá Stóru-gröf
3. Elísabet Vaka Guðmundsdóttir og Þór frá Bakkakoti

Nýjar fréttir