0.6 C
Selfoss

Stefnt að heilsueflandi samfélagi í Bláskógabyggð

Vinsælast

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir á fundi sínum 2. febrúar sl. að undirbúa umsóknarferli um heilsueflandi samfélag. Til að undirbúa það ferli samþykkti sveitarstjórnin samhljóða að skipa stýrihóp þar sem valdir verða fulltrúar úr skólastofnunum innan sveitarfélagsins, sveitarstjórn, heilsugæslunni Laugarási og fulltrúi eldri borgara. Jafnframt verður Helga Kristín Sæbjörnsdóttir fengin til að stýra og vinna með stýrihópnum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skipaði jafnframt Valgerði Sævarsdóttur sem fulltrúa sveitarstjórnar í stýrihópinn. Stefnt er að því að skrifa undir samkomulag um Bláskógabyggð sem heilsueflandi samfélag við Embætti landlæknis á komandi sumri.

Nýjar fréttir