10.6 C
Selfoss

Karlakór Hreppamanna og syngjandi konur í Selfosskirkju

Vinsælast

Framundan er spennandi og skemmtileg helgi í Selfosskirkju. Undanfarið hafa kvenraddirnar í Kirkjukór Selfosskirkju, Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandasókna og Unglingakórinn æft saman með Kristjönu Stefánsdóttur. Tónleikarnir verða á sunnudag kl. 17 og mun Kristjana syngja einsöng.

Þar sem konurnar verða uppteknar við æfingar hefur kirkjan fengið til liðs við sig góða gesti til að syngja í messu, það eru félagar úr Karlakór Hreppamanna en stjórnandinn þeirra er einmitt Edit A. Molnár organisti í Selfosskirkju. Þeir munu annast söng í konudagsguðsþjónustu í kirkjunni. Einnig mun Viktor Kári Garðarsson félagi í Barnakór Selfosskirkju syngja einsöng með þeim. Þetta verður óhefðbundin guðsþjónusta enda fá karlaraddirnar gott tækifæri til að þenja raddböndin til heiðurs konunum og verður mikið sungið, inn á milli lestra og prédikunar. Það verður því sannkölluð tónlistarveisla í kirkjunni á konudaginn og eru allir velkomnir.

Nýjar fréttir