4.5 C
Selfoss
Home Fréttir Afhenti Tryggvaskála gamlan hermannahjálm

Afhenti Tryggvaskála gamlan hermannahjálm

0
Afhenti Tryggvaskála gamlan hermannahjálm
Sigurjón Erlingsson bregður hjálminum upp. Tommi veitingamaður brosir. Ljósmynd: Bjarki.

Sigurjón Erlingsson afhenti sl. sunnudag Tómasi Þóroddssyni veitingamanni í Tryggvaskála gamlan breskan hermannahjálm til varðveislu sem honum hafði verið falið að koma í Tryggvaskála. Með hjálminum fylgdi eftirfarandi texti:
Þessi breski hermannahjálmur barst austur að Hvoli í Fljótshverfi úr hemannabragga í Reykjavík eftir stríðslokin 1945. Jón Sigurðsson bóndi þar geymdi lengi í honum skeifur í smiðju sinni. Hannes sonur Jóns gaf Tryggvaskála hjálminn til varðveislu 2005. – Um 30 hermannabraggar voru beggja megin við Ölfusárbrú á stríðsárunum og hermenn komu mikið í Tryggvaskála. Haustið 1940 tók breski herinn á leigu um tíma stóra salinn í Tryggvaskála og 3 herbergi uppi meðan þeir voru að reisa fyrstu braggana. (Sjá Sögu Selfoss II).
-S.Erl.