9.5 C
Selfoss

Gunnar Þór með ljósmyndasýningu í TM á Selfossi

Vinsælast

Gunnar Þór Gunnarsson áhugaljósmyndari á Selfossi sýnir um þessar mundir ljósmyndir í húsnæði Tryggingamiðstöðv­ar­innar að Austurvegi 6.

Gunnar sem er stofn­félagi í ljósmyndaklúbbnum Bliki á Selfossi sýnir áhuga­verðar og skemmti­legar mynd­ir teknar víða um land af fólki, dýrum og landslagi.

Sýningin er opin á opnun­ar­­tíma TM frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga út mars. Allar myndirnar á sýn­ingunni eru til sölu og á góðu verði. Allir eru vel­komnir á sýninguna.

Nýjar fréttir