4.5 C
Selfoss

Apótekarinn opnar í Sunnumörk í Hveragerði

Vinsælast

Apótekarinn opn­aði í byrjun vikunnar nýtt glæsilegt apótek í verslunarkjarn­an­um Sunnu­mörk í Hveragerði en apótekið var áður til húsa í Breiðu­mörk 25.

„Með þessari breytingu höf­um við aukið vöruúrvalið heilmikið og þjónustuna. Opnun­ar­tíminn er virka daga kl. 10–18. Við erum einnig að skoða möguleika varðandi helgaropnun, en það kemur í ljós á næstu vikum,“ segir Bogga Eggerts­dóttir, sölu- og markaðs­stjóri hjá Lyfjum og heilsu hf. „Við fögnum þessum breytingum með glæsi­legum opnunartilboðum og bjóðum Hvergerðinga og aðra Sunnlendinga hjartanlega velkomna til okkar í Sunnumörkina.“

Apótekarinn rekur einnig apótek í Kjarnanum á Selfossi, í Þorlákshöfn, á Hellu, á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum.

Nýjar fréttir