0 C
Selfoss

Njálurefillinn fjögurra ára

Vinsælast

Í dag fimtudaginn 2. febrúar eru liðin fjögur ár frá því að ráðist var í að sauma 90 metra langan refill um Brennunjálssögu. Verkefnið gengur mjög vel. Á þessum fjórum árum er búið að sauma nærri því 60 metra og hefur verið saumað í refilinn í um 9000 skipti. Áætlað var að það tæki um 10 ár að ljúka við verkið, en með þessu áframhaldi mun það aðeins taka 6 ár.

Margir hafa lagt hönd á plóg, svo sem erlendir ferðamenn og fólk frá öllum landshornum. Þó má segja að starfinu sé haldið uppi af trúföstum hópi einstaklinga á öllum aldri sem ekki lætur sig vanta í hverri einustu viku. Það er virkilega gaman að mæta, taka sporið og eiga gott samfélag.

Svo ef þú hefur áhuga þá er opið til að sauma í húsnæði njálurefilsins sem er staðsett á Hvolsvelli í og við Sögusetrið.

Opið er á þriðjudögum kl. 19:00–22:00 og á fimmtudögum kl. 14:00–17:00 en þar fyrir utan eftir samkomulagi. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Christina M. Bengtsson.

Nýjar fréttir