0 C
Selfoss

Lífland opnar nýja verslun á Hvolsvelli.

Vinsælast

Lífland opnar í dag föstudaginn 3. febrúar nýja og glæsilega verslun að Ormsvelli 5 á Hvols­velli, en sl. sumar tók Lífland við rekstri Búaðfanga á Stór­ólfsvelli.

Með nýju versluninni á Hvolsvelli eru verslanir Líf­lands orðnar fimm talsins. Þær eru í Reykjavík, í Borgarnesi, á Blöndu­ósi og á Akureyri. Lífland rekur einnig hestavöruverslunina Top Reiter í Kópavogi.

Vöruúrval í verslunum Líf­lands er fjölbreytt fyrir hvers­konar starfsemi tengda land­bún­aði, hestaíþróttum, gælu­dýr­um og þjónustu við matvælaiðnað.

Starfsfólk Líflands býður íbúum Rangárþings eystra í opnun nýju verslunarinnar í dag föstudag kl. 15.00–18.00.

Nýjar fréttir