10 C
Selfoss
Home Fréttir Lottómiði keyptur á Selfossi skilaði 7 milljónum

Lottómiði keyptur á Selfossi skilaði 7 milljónum

0
Lottómiði keyptur á Selfossi skilaði 7 milljónum
Íslensk getspá.

Einn var með allar tölur réttar í Lottóinu sl. laugardag og hlýtur hann rúmlega 7 milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Samkaup Úrvali við Tryggvagötu á Selfossi. Einn var með bónusvinninginn, þ.e. 4 réttar og bónustölu og hlýtur hann rúmlega 300 þúsund krónur, miðinn er í áskrift.

Þrír voru með 4 réttar tölur í réttri röð í Jóker og hljóta 100 þúsund krónur hver. Tveir miðanna eru í áskrift en einn var keyptur í Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík.