6.1 C
Selfoss

Björgvin Karl með Íslandsmet í ólympískum lyftingum

Vinsælast

Björgvin Karl Guðmundsson, Lyftingafélaginu Hengli, setti um helgina Íslandsmet í ólympískum lyftingum á WOW Reykjavik International Games. Keppt var í svokallaðri Sinclair-stigakeppni þar sem líkamsþyngd keppenda og heildarþyngd sem þeir lyfta reiknast upp í ákveðinn stigafjölda. Björgvin snaraði 128 kg sem er nýtt Íslandsmet. Í jafnhendingunni lyfti Björgvin 157 kg sem var bæting á hans eigin Íslandsmeti um 7 kg.

Úrslit urðu eftirfarandi:
1. Björgvin Karl Guðmundsson (Lyftingafélagið Hengill) – líkamsþyngd: 84,65 kg. Snörun: 128 kg – Jafnhending: 157 kg – Samanlagður árangur: 285 kg – Sinclair: 341,3 stig.
2. Jere Johansson (Finnland) – líkamsþyngd: 81,10 kg. Snörun: 124 kg – Jafnhendingu: 153 kg – Samanlagður árangur: 277 kg – Sinclair: 339,1 stig.
3. Daníel Róbertsson (Ármann) – líkamsþyngd: 79,95. Snörun: 120 kg – Jafnhending: 135 kg – Samanlagður árangur: 255 kg – Sinclair: 314,5 stig.

Nýjar fréttir