8.9 C
Selfoss

Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri

Vinsælast

Eldur kom upp í einbýlishúsi á Stokkseyri í gærkvöldi. Á visir.is er haft eftir Pétri Péturssyni slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu að húsið hafi verið alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Körfubíll var notaður við slökkvistarfið vegna hættu á hruni sem skapaðist. Enginn íbúi var í húsinu en ekki er búið í því að jafnaði. Húsið gegndi áður hlutverki veiðarfærageymslu og gekk undir nafninu Eymdin.

Nýjar fréttir