-7.2 C
Selfoss

Niðurstöður markaðsgreiningar um áfangastaðinn Suðurland kynntar

Vinsælast

Markaðsstofa Suðurlands hélt ásamt Reykjavík Excurs­ions kynningarfund með ferða­þjónustuaðilum á Suðurlandi í Tryggvaskála mánudaginn 16. janúar sl. Þar voru helstu niður­stöður markaðsgreiningar fyrir áfangastaðinn Suðurland kynnt­ar. Einnig var kynnt ný þjónusta Flugrútunnar sem ekur nú um Suðurland allt austur á Hvolsvöll.

Fram kom að aðgreining og sérstaða Suðurlands gagnvart öðr­um svæðum á Íslandi kemur einna helst fram í þremur þáttum; fjölda fjölbreyttra náttúrusegla sem hafa aðdráttarafl, þroskuðum og reyndum fyrirtækjum, góðum samgöngum og nálægð við höfuð­borgarsvæðið og stóran alþjóðlegan flugvöll í Keflavík. Í sérstakri staðfærslu sem skýrslu­höfundar leggja fram segir:

„Suðurland býr yfir fjöl­breyttri og stórfenglegri náttúru með mikið aðdráttarafl sem auð­velt er að nálgast og upplifa. Fjöl­breytileiki og gæði þjónustu gerir gestum kleift að njóta þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða“.

Nýjar fréttir