7.3 C
Selfoss
Home Fréttir Sextíu nemendur brautskráðust frá FSu

Sextíu nemendur brautskráðust frá FSu

Sextíu nemendur brautskráðust frá FSu
Bjarki Bragason, dúx Fsu, flutti frumsamið verk á píanó á brautskráningunni.

Bjarki Bragason varð dúx Fjölbrautaskóla Suðurlands á haustönn 2016 en alls brautskráðust 60 nemendur frá skólanum laugardaginn 17. desember sl. Af þeim voru 56 nemendur sem luku stúdentsprófi. Fjórir nemendur luku prófi af öðrum brautum, þrír af starfsbraut og einn af listnámsbraut fyrri hluta. Skipting á stúdentsbrautir og línur var þannig að 35 nemendur luku námi af opinni stúdentsbraut, 7 af náttúrufræðilínu, 5 luku námi af félagsfræðilínu stúdentsbrautar, 4 af viðskipta- og hagfræðilínu, 2 af íþróttalínu, 1 lauk námi af hestalínu, 1 lauk stúdentsprófi af listalínu og 1 lauk námi af stúdentsbraut – starfsnámi eftir að hafa lokið húsasmíðabraut

Bjarki Bragason, Sigurður Smári Davíðsson og Sigurður Andri Jóhannesson hlutu viðurkenningar frá Hollvarðasamtökum FSu. Bjarki hlaut að auki viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, frönsku, spænsku og íslensku. Sigurður Smári Davíðsson hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í íslensku og stærðfræði. Sigurður Andri Jóhannesson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði og raunvísindagreinum. Þóra Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í ensku og einnig viðurkennngu fyrir framlag sitt til félagslífs og sem yfirmentor. Hugrún Hjálmsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í myndlist. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson hlaut viðurkenningu fyrir vel unnin störf að félagsmálum. Þetta kemur fram á heimasíðu FSu.