10 C
Selfoss
Home Fréttir Kveðjumessa sr. Kristjáns í Eyrarbakkakirkju

Kveðjumessa sr. Kristjáns í Eyrarbakkakirkju

0
Kveðjumessa sr. Kristjáns í Eyrarbakkakirkju
Eyrarbakkakirkja.

Sr. Kristján Björnsson sem vígður hefur verið vígslubiskup í Skálholti mun kveðja sína gömlu söfnuði í Eyrarbakkaprestakalli en þeim hefur hann þjónað frá 2015. Kveðjumessan verður í Eyrarbakkakirkju þann 19. ágúst kl 14.00. Þar mun sr. Kristján predika. Með honum þjónar sr. Arnaldur Bárðarson sem settur hefur verið til þjónustu í prestakallinur, kór Eyrarbakkakirkju syngur og organisti er Haukur Arnarr Gíslason. Kaffiveitingar verða í Rauða húsinu í boði sóknarnefnda prestakallsins. Allir eru velkomnir og vonast sóknarnefndir og settur prestur eftir sem flestum til að kveðja þau vígslubiskupshjónin og samfagna með þeim nýjum starfa innan kirkjunnar.