7.1 C
Selfoss
Home Fréttir LandArt í Skaftárhreppi

LandArt í Skaftárhreppi

0
LandArt í Skaftárhreppi
Frá Kirkjubæjarklaustri.

Dagana 13. til 15. júlí sl. var, á vegum Kirkjubæjarstofu og menningarmálanefndar Skaftárhrepps, haldin þriggja daga vinnusmiðja/workshop með Hama og Dagmar, þýskum landart listamönnum sem voru á ferð um Ísland. Þátttaka var ókeypis.

Vinnusmiðjan hófst fimmtudaginn 13. júlí hófst með mætingu á Kirkjubæjarstofu kl. 16:00. Þar ræddu þátttakendur verkefnið og ákváðu með listamönnunum hvaða efni og hvaða staður/staðir yrðu valdir til að skapa útilistaverk, eitt eða fleiri, á svæðum sem hentuðu. Vinnusvæði var við brúna yfir Skaftá við Kirkjubæjarklaustur.

Föstudaginn 14. júlí unnu þátttakendur undir handleiðslu listamannanna Hama (úr stein og tré) og Dagmar (leir úr Búðardal). Ákveðið var að mynda Kirkjugólfið og Lakagíga. Þeir sem unnu með leir fóru laugardaginn 15. júlí í fyrrum sorpbrennslustöðin á Klaustri og mótuðu verk úr leirnum. Aðrir fóru niður að Skaftá og héldu áfram að raða steinum til að forma listaverkið. Í lok vinnusmiðjunnar var samvera, grillað og tónlistarflutningur.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði SASS og Skaftárhreppi til framtíðar.