-3.3 C
Selfoss
Home Fréttir Alls hafa 267 ökumenn verið stöðvaðir það sem af er júlímánuði

Alls hafa 267 ökumenn verið stöðvaðir það sem af er júlímánuði

0
Alls hafa 267 ökumenn verið stöðvaðir það sem af er júlímánuði

Lögreglumenn á Suðurlandi hafa venju samkvæmt haft mikil afskipti af ökumönnum nú í sumar. Alls hafa 267 ökumenn verið stöðvaðir vegna umferðarlagabrota það sem af er júlímánuði. Flestir voru stöðvaðir vegna hraðaksturs, en ýmis önnur brot hafa einnig komið á borð lögreglunnar.

Ef skoðað er tímabilið frá 15. maí til dagsins í dag hafa 924 ökumenn verið kærðir vegna umferðarlagabrota. Af þessum 924 voru 40% Íslendingar,en 60% erlendir ríkisborgarar, en á þessu sama tímabili í fyrra höfðu 831 ökumaður verið kærður og var hlutfall Íslendinga og erlendra ríkisborgara það sama og í ár.

Á facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að ein af skýringum þessa mismunar s+e líklega sú að hlutfall erlendra ökumanna er töluvert hærra á sumrin vegna mikils ferðamannafjölda á landinu. Embættið hefur bætt töluvert í eftirlit á þessu og síðasta ári, m.a. með meiri viðveru í uppsveitum Árnessýslu, í Öræfum og svo á hálendinu, en embættið nær yfir um 30% af Íslandi svo eftirlitssvæðið er víðfeðmt og innan þess eru allir stærstu ferðamannastaðir landins.

Á síðunni segir enn fremur að lögreglumenn muni eftir sem áður halda áfram að vera með mikið eftirlit á vegum úti, því það sýnir sig að með auknu eftirliti og aðhaldi með umferðinni sé hægt að halda fjölda umferðarslysa í skefjum.