7.1 C
Selfoss

Hvaða áherslur vilja nemendur sjá í nýrri skólastefnu Árborgar?

Vinsælast

Umræðu- og hugarflugsfundur var haldinn með stjórnum nemendafélaga grunnskólanna í Árborg miðvikudaginn 3. maí sl. Almenn ánægja var með fundinn enda komu nemendur með margar góðar hugmyndir um það hvaða áherslur þeir vilja sjá í skólamálum Árborgar á næstu árum.

Skýrsla með meginniðurstöðum var kynnt á 33. fundi fræðslunefndar 8. júní sl. og voru fundarmenn sammála um að gefa hugmyndum nemenda mikið vægi í nýrri skólastefnu en stefnt er að því að gefa út nýja skólastefnu í kringum næstu áramót. Skýrsla nemenda er aðgengileg á heimasíðu Árborgar.

Þá eru íbúar Árborgar hvattir til að nýta þau tækifæri sem bjóðast til áhrifa með því að nýta ábendingavefinn og er meðfylgjandi hnappur aðgengilegur á arborg.is. Á haustdögum verða svo haldnir fleiri hugarflugsfundir fyrir íbúa á öllum aldri.

Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.

Nýjar fréttir