12.3 C
Selfoss

Saman gegn sóun á Suðurlandi

Vinsælast

Á Hvolsvelli þann 19. júní stóð Umhverfisstofnun fyrir fræðslufundi um úrgangsforvarnarstefnuna „Saman gegn sóun“ á Midgard Base Camp. Fundurinn var opinn almenningi, var streymt í beinni og áttu þar þátt fulltrúar frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum, sem almennir íbúar frá Suðurlandi.

Á fundinum var fjallað um leiðir til að draga úr myndun úrgangs og nýta verðmæti betur. Rætt var um hvernig við getum komið í veg fyrir að verðmæti verði að rusli og hvernig hægt er að nýta hluti, efni og auðlindir betur og lengur. Einnig var fjallað um það hvaða ávinning það getur haft fyrir fyrirtæki og samfélagið í heild að draga úr sóun.

Elísabet Björney Lárusdóttir, sérfræðingur SASS í umhverfismálum, flutti erindi þar sem hún fór yfir stöðuna á Suðurlandi og kom með nokkrar sólarsögur af fyrirtækjum á svæðinu. Hún lagði áherslu á mikilvægi hringrásarhagkerfisins og ávinnings þess jafnt fyrir umhverfið og efnahaginn

Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, talaði um hvernig úrgangsforvarnir snúast um að finna leiðir til að draga úr myndun úrgangs og nýta vörur og efni eins lengi og mögulegt er.

Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, ávarpaði fundargesti og lagði áherslu á að verkefnið „Saman gegn sóun“ vinnist ekki nema allir taki þátt. Hún benti á að þrátt fyrir mikla sóun, þá hefur samfélagið getu til að snúa við blaðinu með samvinnu og meðvitund um áhrif okkar á umhverfið.

Fundurinn var vel sóttur og þátttakendur fengu tækifæri til að koma með tillögur og spyrja sérfræðinga spurninga. Fundurinn vakti mikla ánægju og vonir standa til að hann muni leiða til raunverulegra breytinga í átt að minni sóun á verðmætum.

Nýjar fréttir